Hoppa yfir valmynd

Ársreikningur 2023

Málsnúmer 2404006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. apríl 2024 – Bæjarráð

Lagður fram í fyrri umræðu Ársreikningur Vesturbyggðar stofnana hans fyrir árið 2023.

Bæjarráð vísar ársreikningi 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.




24. apríl 2024 – Bæjarstjórn

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Haraldi Erni Reynissyni.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2023 til seinni umræðu.




15. maí 2024 – Bæjarstjórn

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnanna hans fyrir árið 2023.

Til máls tók: Forseti

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.403 millj. kr., þar af voru 1.939 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 17,8% á milli ára.

Veltufé frá rekstri í A hluta jókst um 55,5% á milli ára og var 141,8 milljónir á árinu 2023. Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 289,5 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 84 millj. kr.

Fjárfest var á árinu fyrir 417 millj. kr. í fastafjármunum og hafa fjárfestingar hjá sveitarfélaginu aldrei verið hærri. Tekin voru ný lán á árinu 2023 uppá 259 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 170,5 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 88,5 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 19 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 170 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 124 millj.kr.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 11 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 83 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 208 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 170 millj.kr. Varúðarniðurfærsla viðskiptakrafna í hafnarsjóði nam 55 milljónum.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 3.496 millj. kr. í árslok 2023. Skuldir A hluta námu í árslok 2023 2.560 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.856 millj. kr.

Skuldaviðmið var 87% í árslok 2023 og hafði hækkað um 5% frá árinu 2022.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 640 millj. kr. í árslok 2023 og var eiginfjárhlutfall 18,3%.

Ársreikningur Vesturbyggðar fyrir árið 2023 samþykktur samhljóða.